Um þjónustur

Þjónustur er það sem þú bókar viðskiptavini þína í. Sömuleiðis eru þjónustur það sem viðskiptavinir þínir velja inni á Noona. 

Að búa til þjónustu er það eina sem þú þarft að gera áður en þú getur byrjað að nota Tímatal. Til þess að gera það getur þú fylgt eftirfarandi leiðbeiningum:

  1. Smelltu á "Tímatal" 

  2. Smelltu á "Þjónustur" sem staðsett er lengst til vinstri á Tímatal

  3. Smelltu á "Ný Þjónusta" sem staðsett er efst á síðunni. 

  4. Fylltu upp í dálkana fyrir nafn, lengd og lit. Aukalega getur þú gefið þjónustunni viðmiðunarverð 

Þegar þú býrð til þjónustu er krafa sett á að þú skilgreinir tvo lykil eiginleika þjónustunnar: Hvað hún heitir og hvað hún tekur langan tíma.

Ef þú notar Tímatal POS, þá getur þú líka bætt við verði. 

Ef þú notar Noona er ráðlagt að bæta mynd og lýsingu við þjónustuna svo viðskiptavinir laðist að því að bóka tíma í þá þjónustu. 

Kveðjur
Jón Hilmar Karlsson

_______________
Aðrar Greinar


Ertu með margar þjónustur?
Lestu um yfirflokka

Ertu hárgreiðslustofa?
Lestu um litanir og klippingar

Viltu breyta til?
Að eyða / breyta / færa tímategund

Did this answer your question?