Hvað eru frítímar?

Ef þú vilt ekki að aðrir starfsmenn bóki á þig á vissum tíma, eða viðskiptavinir geti bókað í gegnum Noona, þarftu að búa til frítíma.

Þegar þú vilt búa til frítíma, byrjaru á því að smella á "Dagatal" sem staðsett er vinstra meginn á síðu.

Þar finnur þú hvenær þú vilt að frítíminn byrji, og smellir á þann reit. Á valmyndinni sem opnast er takki efst til hægri sem á stendur "Nýr Frítími" 

Ef þú ert á réttum stað, tekur þessi valmynd á móti þér:

Í efsta reitinn getur þú skrifað útskýringu á frítímanum, t.d. "Tími hjá lækni" eða "Hádegismatur". Eingöngu þú og aðrir sem hafa aðgang að Tímatal geta séð þessa útskýringu, ekki viðskiptavinir. 

Undir Starfsmenn getur þú boðið samstarfsmönnum þínum með þér í þennan frítíma. Þetta er afar gott fyrir starfsmannafundi- eða skemmtanir. 

Næst velur þú hvenær þú vilt að frítíminn endi. "Allur dagurinn" takkinn er þægileg flýtileið til þess að velja það að frítiminn eigi að spanna allan daginn.

Endurtakanlegir Frítímar. 

Ef þú mætir alltaf seint á föstudögum, eða mætir alla daga um hádegi, getur þú búið til frítíma sem endurtekur sig með reglubundnum fresti. Þannig þarft þú ekki að búa til sama frítímann aftur og aftur, heldur þarft einungis að búa hann til einu sinni 

Ef þú vilt búa til slíkan frítíma, smellir þú á endurtekning. Þá birist eftirfarandi valmynd: 

Daglega

Með því að smella á daglega, annan hvern dag, þriðja hvern dag... getur þú valið daglega. 

Að lokum getur þú valið hvenær þú vilt að þessi endurtekning endi, en það er tilvalið ef þú ert á leiðinni í frí og vilt loka alla daga fram að ákveðinni dagsetningu

Vikulega

Ef þú mætir snemma á þriðjudögum, eða ert með mismunandi mætingartíma aðra hverja viku getur þú valið vikulega 

Þaðan velur þú hvaða daga þú vilt að endurtekningin eigi sér stað, og með hversu margra vikna fresti endurtekningin á að eiga sér stað. 

Hér fyrir ofan mun ég búa til frítíma sem endurtekur sig alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.


Er eitthvað óskýrt?
Hentu á okkur spurningu á [email protected]


Bestu kveðjur
Jón Hilmar

Did this answer your question?