Fyrir atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklinga er fátt mikilvægara en að gera sér grein fyrir hvernig reksturinn er að ganga. 

Við hjá Tímatali gerum okkur grein fyrir því og þess vegna höfum við búið til öflugt tól fyrir þig til þess að rýna í gögnin sem þú geymir hjá okkur. 

Grunnvirkni

Yfirlitið gerir þér kleyft að greina þrennskonar gögn niður á tímabil: 

  1. Tímar bókaðir

  2. SMS skilaboð

  3. Nýir skráðir viðskiptavinir

Fyrir hverja gagnatýpu er hægt að bæta við skilyrðum til þess að þrengja niðurstöðurnar enn frekar. Hér að neðan bætum við t.d tveimur skilyrðum við „tímar bókaðir" gagnatýpuna.

Takið sérstaklega eftir því að hér vel ég bæði „herraklipping" og „herrasnyrting", en þá telur kerfið alla tíma bókaða í herraklippingu eða herrasnyrtingu þar sem merkt var við mætingu á því tímabili sem beðið var um. 

Eins og sjá má birtast niðurstöðurnar bæði hliðina á því sem verið er að skoða og á línuriti fyrir neðan.

Fleiri gagnalínur

Hægt er að skoða allt að fimm mismunandi gagnalínur á sama tíma. Þær birtast allar á sama grafinu. 

Hér að neðan skoða ég t.d bæði „tímar bókaðir" og „sms skilaboð" . 

Tímar bókaðir eru sýndir með rauðri línu, en SMS skilaboð með blárri. Þetta eru sömu litirnir og standa hliðina á gagnaröðunum uppi. 

Tímabil og nákvæmni

Þessi gögn er svo hægt að skoða yfir mismunandi tímabil. Hér að ofan vorum við að skoða gögn yfir einn mánuð, skipt niður á daga. 

Hér að neðan flakka ég á milli þess að skoða gögnin yfir ár, ársfjórðunga, mánuði og vikur. 


Til þess að brjóta niðurstöður á sama tímabili betur niður er hægt að breyta um nákvæmni, en þá sér maður sama tímabil frá öðru sjónarhorni. 

Fleira var það ekki

Hér að ofan höfum við stikklað á stóru varðandi hvað er hægt að gera inni í nýja yfirlitinu. Auðvitað er síðan undir þér komið að átta þig á því hvernig þetta getur gefið þér innsýn inn í þinn tiltekna rekstur. 

Dæmi um notkun til að koma þér af stað: 

  1. Fjöldi skilaboða yfir ákveðið tímabil brotið niður á starfsmenn stofunnar, t.d ef þú rukkar starfsmenn fyrir þeirra hlutfall af skilaboðum. 

  2. Fjöldi nýrra viðskiptavina fyrirtækisins í kjölfarið af markaðsherferð.

Þessum spurningum ættu flestir eigendur að gata svarað: 

  1. Hvaða starfsmaður vinnur mest? 

  2. Hvaða starfsmaður er að taka flesta nýja kúnna? 

  3. Hvenær er fólk líklegast til þess að skrópa? 

  4. Hvaða tímategundir eru vinsælastar um jólin? 

Eins og vanalega, ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband í chat-búbblunni hér niðri í hægra horninu! 

Tímatals-teymið. 

Did this answer your question?