Við hjá Tímatali gerum okkur grein fyrir mikilvægi áminningarskilaboða. Ekkert er verra fyrir rekstur þjónustufyrirtækja heldur en skróp. 

Það er þess vegna sem við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að búa til kerfi og ferli sem hámarka líkurnar á því að viðskiptavinir notenda okkar fái áminningarskilaboð áður en tími á sér stað. 

SMS ferli Tímatals er eftirfarandi: 

  1. Á hádegi sendum við skilaboð á alla viðskiptavini sem eiga að koma næsta dag. Þessi skilaboð sendum við með Twilio, en það er stærsta og virtasta fjarskipta-tæknifyrirtækið í heiminum í dag. 

  2. Twilio sendir okkur stöðuna á skilaboðunum um leið og þeir fá stöðuna senda frá innlendum símfyrirtækjum (Síminn, Vodafone, Nova) 

  3. Við uppfærum stöðuna hjá okkur, og birtum hana inni í kerfinu ykkar sem rauða og græna punkta.

  4. Á 10 mínútna fresti sendum við skilaboðin sem náðist ekki að senda á innlenda vefþjónustu Símans, sem reynir að senda þau aftur. 

Ef það kemur í ljós að af einhverjum ástæðum hafi skilaboð ekki ratað á leiðarenda, þrátt fyrir að hafa verið merkt á þann hátt, sendum við skilaboðin aftur út þó að það geti þýtt að sumir fái skilaboðin tvisvar. 

Þetta er „frekar tvisvar en aldrei" í hnotskurn:

við viljum frekar að margir fái áminningarskilaboðin sín tvisvar til þess að nokkrir fái sína áminningu a.m.k einu sinni, þó að það kosti okkur meira. 

Notendur okkar eru aldrei rukkaðir tvisvar fyrir skilaboð sem við sendum tvivsar, sá kostnaður fellur alfarið á okkur. 

Við munum halda áfram að þróa SMS-þjónustur okkar eins og við getum á komandi vikum, mánuðum og árum. 

Gangi ykkur vel og eigiði góðan dag,
Tímatals-teymið. 

Did this answer your question?