Hvað eru Yfirflokkar? 

Yfirflokkar, líkt og orðið gefur til kynna, eru flokkar sem þú getur búið til til að skipuleggja þjónusturnar þínar. Þú getur hugsað um yfirflokkanna eins og skúffur fyrir þjónusturnar þínar.
Yfirflokkarnir henta stofum sem bjóða upp á margar mismunandi tímategundir.

Búa til Yfirflokk

Til að búa til yfirflokk ferðu í Skipulag og svo Þjónustur. Efst á þeirri síðu er takki sem á stendur Nýr Yfirflokkur. Þegar á hann er smellt opnast valmynd sem sem biður þig fyrst um að skýra yfirflokkinn og svo velur þú hvaða tímategundir eiga heima í þessum yfirflokki

Dæmi um notkun

Í þessu dæmi ætla ég að biðja þig um að ímynda þér að þú sért eigandi hárgreiðslustofu. Hárgreiðslustofan þín bíður upp á margar mismunandi tímategundir eins og klippingar, litanir, strípur, greiðslur og margt fleira.
Þú hefur ákveðið að þú nennir ekki lengur að hafa allar þessar tímategundir óskipulagaðar, svo þú ákveður að búa til yfirflokka. Þú ákveður að búa til þrjá mismunandi flokka: 

  1. Klippingar

  2. Litanir

  3. Annað

Og svona myndir þú gera það:

Og eftir að þú gerir þetta tvisvar í viðbót ertu komin með skipulagðar tímategundir sem líta svona út: 

Og allar þínar tímategundir eru skipulagðar. 

 

Við mælum með:

Yfirflokkarnir eru algjör nauðsyn ef þú ert stofa með 10 þjónustur eða fleiri, sérstaklega ef þú ert með netbókanir!
Hárgreiðslustofur og Snyrtistofur ættu að okkar mati að íhuga yfirflokkana vel.

Vinsælar spurningar

Getur ein þjónusta verið í mörgum yfirflokkum í einu?
Sjálfsagt

Þurfa allar þjónustur að vera i yfirflokki?
Nei


Eins og alltaf, þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í chat-búbblunni okkar hérna í hægra horninu

Bestu kveðjur
Jón Hilmar Karlsson

_______
Aðrar Greinar

Þjónustur
Lærðu að búa til þjónustur og að gera þær aðlaðandi á Noona.

Að eyða, breyta eða færa þjónustu
Hvernig get ég eytt þjónustu? Hvernig get ég breytt þjónustu? Hvernig færi ég þjónustuna þannig hún birtist fyrr?

Yfirbókanlegir tímar með pásum
Yfirbókanlegir tímar með pásum eru sérhannaðir fyrir hárgreiðslustofur til að bóka litanir og klippingar.

Did this answer your question?