Hvernig virka netbeiðnirnar?


Í þessari grein mun ég fara yfir það hvernig netbeiðnir hjálpa rekstrinum þínum að vaxa á einfaldan og náttúrulegan máta. Við munum sömuleiðis fjalla um það hvernig netbeiðnirnar hjálpa þér að róa áreiti frá símanum og facebook skilaboðum og þar með sparað þér mikilvægan starfsmannakostnað, tekjur og hugarró. 

Hvað eru netbeiðnir? 

Netbeiðnir Tímatals gefa viðskiptavinum þínum getuna til þess að biðja þig um tíma í gegnum facebook-síðu stofunnar, vefsíðu sem þú rekur eða eitt af stærstu öppum á Íslandi, Noona.
 
Viðskiptavinurinn lætur vita hvaða þjónustu hann vill, en þá stingur kerfið upp á tímum sem það veit að henta þér. Þegar viðskiptavinur finnur tíma sem hentar honum getur hann sent inn beiðni um þann tíma. Inni á Tímatalinu birtist þér svo áminning um að viðskiptavinur hafi beðið um ákveðinn tíma með þér og þú samþykkir eða hafnar tímanum. Þá fær viðskiptavinurinn skilaboð um að tíminn sé nú bókaður eða að þessi tímasetning gengur ekki og er hann þá beðinn um að vinsamlegast reyna aftur.

Hvernig hjálpa netbeiðnir rekstrinum mínum að vaxa?

Netbeiðnir gefa nýjum viðskiptavinum tækifæri á að spurja þig um lausan tíma, hvenær sem er og hvar sem er. Það býður upp á skyndipantanir, en oft á tíðum þegar viðskiptavinur leitar sé að nýrri stofu, bókar hann hjá þeim sem hann finnur fyrst svo lengi sem það er nægilega auðvelt að biðja um tíma.
 
Netbeiðnir Tímatals gefa þínum fastakúnnum líka möguleikan á því að bóka eftir venjulega opnunartíma. Þetta er algengt hjá stofum sem nú nota netbeiðnir, en allt að 50% af tímum sem fara í gegnum netbeiðnir Tímatals eru bókaðir á milli 7 og 12 á kvöldin. Okkur þykir líklegt að fólk hugsi mun meira um sig sjálft þegar það er komið úr vinnu og börnin eru farin að sofa og þá fái þau hugmynd um að bóka sér tíma. Með því að bjóða upp á þessa virkni bóka fastakúnnar með styttra millibili. Þar að auki kunna allir viðskiptavinir að meta hærra þjónustustig þar sem það hefur aldrei verið jafn auðvelt að finna og panta tíma og í gegnum netbeiðnirnar ykkar.

Hvernig spara netbeiðnir starfsmannakostnað, tekjur og huagrró?

Netbeiðnir Tímatals gera símann óþarfan ásamt því að vera þægilegri kostur en facebook skilaboðin fyrir bæði þig og viðskiptavininn. Það er vegna þess að Tímatal getur komið áleiðis akkúrat þeim upplýsingum sem viðskiptavinur þarf til að geta beðið þig um tíma sem þú ert laus í. Í þau örfáu skipti sem viðskiptavinur bókar þar sem ekki hentar þér, verður það einungis ef þú gleymir að loka fyrir þann tíma með frítíma. 

Þar með hafa netbeiðnirnar sparað:

  • Starfsmannakostnað: Minni tími fer í að svara facebook-skilaboðum og svara síma. 

  • Tekjur: Minni tími að finna tíma = Meiri tími að sinna viðskiptavinum. 

  • Hugarró: Síminn róast og facebook skilaboðunum fækkar.

Til að fræðast um það hvernig þú byrjar með netbeiðnir, getur þú Smellt Hér

Vinsælar spurningar

Sjá allir hvernig ég er bókuð/aður?
Nei. Það gerist aldrei að fólk sjái hvenær þú ert bókuð/aður. 

Missi ég stjórn á bókunum mínum?
Nei. Þú hefur fullan rétt til þess að hafna öllum beiðnum sem koma inn í kerfið. 

Hvernig veit kerfið hvenær ég er að vinna?
Á þeim tímum þar sem þú ert með bókaðan tíma, eða á þeim tímum þar sem er búið að setja upp frítíma er ekki hægt að bóka á þig. Þannig getur kerfið vitað nákvæmlega hvenær þú vilt fá beiðnir og hvenær ekki! 

Bestu kveðjur
Jón Hilmar Karlsson
Viðskitpavinastjóri @ Tímatal

Did this answer your question?