Sjálfvirkt svar á Facebook

Að búa til sjálfvirkt svar

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að fara inn á facebook-síðu fyrirtækisins. Svo þarft þú að ýta á Stillingar eða Settings efst á síðunni eins og sjá má hér:

Það næsta sem þú þarft að gera er að smella á messaging eða samskipti vinstra meginn á síðu. 

Eða þú finnur Inbox vinstra meginn á síðu fyrirtækisins 

Þaðan finnur þú takka vinstra meginn sem á stendu Automated Responses og smellir á hann.

Svo finnur þú Instant Replies og kveikir á því með því að smella á hnappinn sem er merktur hér að neðan. Ef hann er grænn, ertu í góðum málum!

Þaðan smellir þú á edit á síðunni sem birtist þegar þú ert búinn að velja Instant reply

Og loks getur þú farið að skrifa textann sem þú vilt koma á framfæri. Mikilvægt er að Timing sé á Instant til að sjálfvirka svarið sendist strax þegar einhver sendir þér skilaboð.

Og að lokum, ekki gleyma að smella á Save uppi í hægra horninu!

Dæmi um texta sem hámarkar líkurnar á bókunum

Til þess að það sé hægt að hámarka líkurnar á því að einstaklingur sem spjallar við ykkur til að bóka fari inn á bókunarsíðuna ykkar án þess að þú bendir honum á það er ..........

....... Linkur inn á bókunarsíðuna!

Þú finnur þann link undir Netbeiðnir → Lokaskrefið (blái textinn) og svo þarft þú að
copy og paste'a linkinn: 

Svo mælum við að þú skriftir texta eins og:

"Takk fyrir að hafa samband!
Ef þú vilt bóka getur þú gert það með því að smella hér:

(Nú setur þú inn þinn link hér)

Annars reynum við að hafa samband eins fljótt og við getum." 

Bestu Kveðjur
Jón Hilmar Karlsson

________
Aðrar Greinar

"Bóka núna" takki á Facebook
Settu takka á Facebookið þitt sem kemur viðskiptavinum beint í það ferli að bóka hjá þér tíma

Fjölgaðu bókunum með því að gera netbeiðnir enn sýnilegri á Facebook
Hámarkðu fjölda bókanna með því að hvetja alla til þess að bóka hjá þér tíma í gegnum Facebookið.

Did this answer your question?