Í þessari grein mun ég fjalla um hvað prófíllinn þinn er, af hverju hann er mikilvægur og hvernig þú mótar hann þannig hann endurspegli persónuleika stofunnar ykkar!

Ég mæli með að þú hafir þessa grein opna ef þig langar að setja upp virkilega öflugan og flottan prófil, en ég mun fara ítarlega ofan í allt sem þarf að gera og hvernig það er gert 👊

Hvað er á prófílnum mínum? 

Á prófílnum þínum getur þú sett allar þær upplýsingar sem viðskiptavinir þurfa að vita. Á prófílnum er: 

 1.  Nafn stofunnar

 2. Mynd

 3. Heimilisfang

 4. Símanúmer

 5. Opnunartíma 

 6. Tegund fyrirtækis

 7. Skilaboð frá ykkur

Á prófílnum geta notendur 

 1.  Beðið um tíma

 2.  Vistað þína stofu sem uppáhalds

 3.  Hringt

Það er gífurlega mikilvægt að prófíllinn sé fullbúinn svo viðskiptavinir, bæði nýir og gamlir, fái góða ímynd af þinni stofu þegar prófíllinn er opnaður.

Að setja upp Prófílinn

Byrjaðu á því að smella á Netbeiðnir vinstra megin á Tímatalinu og svo á 1. Prófíll Fyrirtækis til að byrja ballið! 

Prófíl mynd
Efst sérð þú hvítan kassa sem á stendur veldu prófílmynd. Svo þarftu einfaldlega að finna góða mynd á tölvunni með þínu logo'i, mynd af stofunni eða einhverju álíka sem lýsir því hver þið eruð. Passaðu þig á því að velja ekki mynd sem er í lágum gæðum, en það er slæmt fyrir upplifun þinna viðskiptavina.
Um leið og myndin er komin mun standa Smelltu til að breyta um mynd og myndin sjást í kassanum. 

Heimilisfang og Kort
Fyrir neðan kortið sérðu reit þar sem beðið er um heimilisfang. Skrifaðu þitt heimilsfang og veldu svo þá uppástungu sem við gefum sem inniheldur heimilisfangið þitt.
Ef rétt er valið mun heimilsfangið þitt sjást á kortinu ásamt því að það er skrifað í reitinn fyrir neðan kort.

Upplýsingar
Hér þarf einungis að skrifa upplýsingar eins og nafn, símanúmer, skilaboð og tegund fyrirtækis. Við mælum með að þú skrifir allar þær upplýsingar sem þér finnst lýsa þinni stofu hvað best í skilaboðunum. Dæmi um það sem stofum finnst gaman að nefna er: 

 • Gildi 

 • Áhersluatriði í þjónustu

 • Saga stofunnar

 • Hvað þið bjóðið upp á (kaffi?)

Opnunartímar
Einfaldlega þeir opnunartímar sem þið viljið birta viðskiptavinum. Þið getið bæði stýrt opnunar- og lokunartímum með því að smella á þá reiti hjá réttum dögum og velja hvenær opnar / lokar.
Ef það er lokað hjá ykkur á ákveðnum dögum, hakið í "Lokað" og viðskiptavinir munu sjá það.

Og voilá! Prófíllinn þinn er tilbúinn. 

--
Bestu Kveðjur
Tímatals-teymið


Næstu skref
2. Stillingar og Öryggi
3. Þjónustur
4. Starfsmenn
5. Svæði
6. Lokaskrefið

Did this answer your question?