Þetta er dálkurinn þar sem þú getur sérsniðið allt á milli himins og jarðar sem viðkemur þjónustunum þínum

Hér getur þú: 

  1. Sett lýsingar, verð og myndir hjá öllum þjónustum 

  2. Stillt hvort viðskiptavinur megi senda beiðni um margar þjónustur í einu eða ekki

  3. Lokað / opnað fyrir beiðnir á sérstakar þjónustur

  4. Búið til spurningu sem viðskiptavinur þarf að svara svo hann geti sent beiðni í ákveðna þjónustu

  5. Stjórnað hvaða skilaboð þig langar að senda viðskiptavinum ef hann velur tiltekna þjónustur 

  6. Stjórnað því hvort viðskiptavinur þurfi að velja starfsmann, svæði, hvorugt eða bæði. 

ATH: Ef þú bíður upp á margar mismunandi þjónustur hvet ég þig til að SMELLA HÉR og búa til yfirflokka fyrir þínar þjónustur.

Þjónustuval
Ef þú vilt að viðskiptavinir þínir geta sent beiðni um margar tímategundir í einu, endilega hakaðu í efsta reitinn sem birtist.

Stillingar um þjónustur

Þessi valmynd virðist flókin, en ekki láta þér bregða! Við förum yfir þetta saman :)
Byrjaðu á að smella á yfirflokk eða Allar þjónustur til að byrja. 

Við hverja þjónustu sem þú hefur búið til sérð þú þessa valmynd: 

Útlit og upplýsingar
Með því að smella á myndavélina í vinstra horninu opnast valmynd sem leyfir þér að sérhanna það sem viðskiptavinur þinn sér um þessa þjónustu þegar hann er á þínum netbeiðnum. Það sem við mælum með að hafa með öllum þjónustum, svo viðskiptavinum líði hvað best er: 

  1. Mynd þjónustu

  2. Lýsing þjónustu

Leyfa Beiðnir
Með því að vera með hakið hægra meginn í Leyfa Beiðnir gerir þú viðskiptavinum þínum kleyft að senda beiðni um þessa tilteknu tímategund í gegnum Tímatorgið og netbeiðnir. Ef þú vilt hins vegar að það sé ekki hægt að senda beiðni um þessa tímategund á netinu, þá einfaldlega afhakar þú í þetta box. 

Bókunarspurning & Staðfestingarskilaboð
Ef þú telur þig þurfa vita eitthvað sérstakt um viðskiptavin áður en þú getur samþykkt beiðni um tiltekna tímategund getur þú smellt á Breyta (neðarlega til vinstri á mynd).
Þar getur þú líka búið til staðfestingarskilaboð, en það eru skilaboð sem viðskiptavinur þinn sér þegar hann er búinn að senda inn beiðni.

Má viðskiptavinur að velja sér starfsmann, svæði, hvorugt eða bæði?

Þetta er lagað í hægra horninu. Á myndinni uppi stendur Hægt að velja starfsmann

Ef þú bókar einungis á starfsmenn eða svæði, getur þú ráðið því fyrir hverja þjónustu hvort viðskiptavinur ætti að geta ráðið því sjálfur hjá hvaða starfsmanni hann fær þjónustuna. Það sama á við um svæði. Með því að hafa Hægt að velja starfsmann getur viðskiptavinur valið sér starfsmann. Ef valið er Tímatal velur fyrir viðskiptavin fær viðskiptavinur engu ráðið hvaða starfsmaður veitir þjónustuna.

Ef þú bókar á bæði svæði og starfsmenn þarft þú fyrst og fremst að ákveða hvort þjónustan þurfi bæði starfsmann og svæði. Ef það er raunin þarf efri dálkurinn í hægra horni á mynd að segja Þjónusta þarf bæði. Ef það er raunin getur þú valið hvort viðskiptavinur velji sér starfsmann, svæði, hvorugt eða bæði. Ef viðskiptavinur á t.d. einungis að geta valið sér starfsmann þarf að standa í neðri dálki Hægt að velja starfsmann.

--
Ef þú ert búin að þessu fyrir allar þínar þjónustur tek ég ofan af fyrir þér!
Þú ert mjög nálægt því að vera búin að stilla upp hinum fullkomnu-netbeiðnum! 

Prófíll Fyrirtækis
Stillingar og Öryggi

Næstu Skref
4. Starfsmenn
5. Svæði
6. Lokaskrefið

Did this answer your question?