Í þessari grein mun ég fara yfir hvað yfirflokkur er og hvernig þú býrð til yfirflokka, svo auðveldara verði fyrir viðskiptavini þína að finna og biðja um tíma í þær þjónustur sem þeir vilja. 

Þessi grein hentar þér eflaust virkilega vel ef stofan þín bíður upp á margar mismunandi þjónustutegundir. 

Hvað er Yfirflokkur?

Yfirflokkur er heiti yfir flokk af þjónustum sem eiga eitthvað sérstakt sameiginlegt. Til dæmis, ef þú ert að reka snyrtistofu, gæti einn yfirflokkurinn heitið "Vax" og innihaldið margar mismunandi vax-meðferðir. Annar yfirflokkur gæti heitið "Förðun" og annar "Andlit" sem allir myndu innihalda mismunandi meðferðir. 

Ef þú ert með yfirflokka fara þær þjónstur sem eru ekki í neinum yfirflokk, í annan flokk sem heitir Aðrar þjónustur. 

ATH: Þjónustur mega og geta verið í fleiri en einum yfirflokk.

Að búa til yfirflokka

Með því að smella á Tímatal vinstra meginn á síðu, og svo þjónustur ert þú komin á réttan stað. Ofarlega hægra meginn á þeirri síðu er takki sem á stendur Nýr yfirflokkur sem þú smellir á til að, jú, búa til nýjan yfirflokk 😊

Þá opnast valmynd hægra meginn á skjá. Á þessari valmynd þarft þú að gera tvo hluti:

  1. Skýra yfirflokkinn lýsandi nafni 

  2. Velja hvaða þjónustur eiga heima í þessum yfirflokki

Þetta getur þú að gera fyrir alla þá yfirflokka sem þig langar að búa til. 


--
Bestu Kveðjur,
Tímatals-teymið

Did this answer your question?