Þegar þú ert að opna fyrir netbeiðnir er að sjálfsögðu mikilvægt að láta viðskiptavini vita. Því hvetjum við til þess að búinn sé til póst á Facebook sem inniheldur link á Tímatorgs-síðuna þína. Dæmi um flotta pósta má sjá hér fyrir neðan!  

Til þess að auka líkurnar á því að skjólstæðingar bóki hjá ykkur tíma er mikilvægt að hafa póstinn eins augljósan og hægt er. Auðveldasta leiðin til þess er að sjálfsögðu að pin'a hann (það festir hann efst á síðunni)

Til þess að gera það ferð þú efst í hægra hornið á póstinum og smellir á doppurnar þrjár eins og sjá má hér að neðan

Svo þarftu einungis að smella á Pin to top of page og þá er pósturinn þinn fastur efst á facebook síðu þinni. Þannig getur þú hámarkað fjölda þeirra sem bóka hjá þér tíma! 

Bestu kveðjur,
Jón Hilmar Karlsson

_____________
Aðrar Greinar

"Bóka núna" takki á Facebook
Settu takka á Facebookið þitt sem kemur viðskiptavinum beint í það ferli að bóka hjá þér tíma

Sjálfvirkt svar á Facebook og Instagram sem fær fólk til að bóka tíma án þess að þú þurfir að svara
Láttu Facebook og Instagram svara öllum skilaboðum fyrir þig svo að viðskiptavinir bóki tíma án þess að trufla þig.

Did this answer your question?