Í þessari grein mun ég fara yfir það hvað sérsniðnir reitir eru, hvernig þú getur búið þá til og að lokum mun ég sýna dæmi um það hvernig hárgreiðslustofur, snyrtistofur, sálfræðingar og kírópraktorar nota þessa reiti í dag.

Af hverju að nota aukareiti?

Fátt er mikilvægara fyrir reksturinn þinn heldur en upplýsingarnar sem þú safnar um viðskiptavini þína og tímana sem þeir bóka.

Þegar þú ert að bóka viðskiptavin bjóðum við alltaf upp á reiti fyrir nafn, símanúmer, kennitölu og netfang viðskiptavinar.

Þetta eru grunnupplýsingar sem við mælum með að öll fyrirtæki geymi um viðskiptavini sína. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir samskipti ykkar og viðskipti, ásamt því að hjálpa þér og þínum að veita persónulega þjónustu.

En hvað ef þú vilt líka halda utan um heimilisfang eða kyn viðskiptavina? Eða hvað sem er sem hentar þínum rekstri?

Þar koma aukareitir inn. 

Hvað eru aukareitir? 

Með aukareitum getur þú haldið utan um þær upplýsingar sem þú vilt. Þú getur bæði búið til sérsniðna reiti fyrir viðskiptavini og tímana þeirra.
Reitir fyrir viðskiptavini fylgja hverjum og einum viðskiptavin og við mælum með að þeir innihaldi upplýsingar sem þú telur mikilvægt að séu aðgengilegar í hvert skipti sem þú bókar tíma, breytir tíma eða færð til þín viðskiptavin.
Reitir fyrir tímanna fylgja hverjum tíma fyrir sig og birtast í heimsóknasögu. Við mælum með að þar séu t.d geymdar upplýsingar um hvað átti sér stað á meðan heimsókninni stóð. 

Hvernig bý ég til aukareiti?

Þegar þú ert með viðskiptavin valinn birtist nýr takki fyrir neðan minnispunktana. Með því að ýta á hann býrð þú til nýjan aukareit, sem þú getur strax skýrt og stillt. Þú velur nafn og svo tegund aukareits, en tegundirnar fjórar eru eftirfarandi: 

 1. Stuttur texti: Ein lína af texta.

 2. Langur texti: Fleiri en ein lína af texta.

 3. Valkostir: Getur valið einn valkost úr lista af valkostum sem þú býrð til. 

 4. Tögg: Getur valið einn eða fleiri valkosti úr lista sem þú býrð til. 

Hvernig breyti ég aukareitum?

Þegar að þú hefur búið til aukareiti, sama hvort það er hjá viðskiptavini eða fyrir tíma, þá getur þú ýtt á stillingarhjólið til þess að endurraða aukareitum, breyta þeim eða eyða. 

Til þess að endurraða aukareitum, þá þarf einfaldlega að draga þá í þá röð sem þeir eiga að vera í.

Til þess að breyta aukareit þarf einungis að smella á hann. Þar er einnig hægt að eyða aukareitinum.

Mundu bara að ýta á "VISTA" til þess að byrja að setja upplýsingar inn í reitina.  

Tenging við yfirlitið

Aukareitir með valkostum eða töggum eru sérstaklega gagnlegir vegna þess að það er hægt að búa til skilyrði í yfirlitinu byggt á gildum þeirra. 

Þannig er t.d núna hægt að fylgjast með því hvort það séu að koma fleiri konur, karlar eða non-binary. Möguleikarnir eru endalausir. 

Dæmi um aukareiti

Hárgreiðslustofa

 • Um Viðskiptavin: Hárþykkt, Hárlitur

 • Um Tíma: Litur notaður, Klipping sem beðið var um

Kírópraktor

 • Um Viðskiptavin: Ástæða komu, Eymsli, Atvinna, Æfingar

 • Um Tíma: Hvað var hnykkt

Snyrtistofa

 • Um Viðskiptavin: Vandamál

 • Um Tíma: Litur notaður

Sálfræðistofa

 • Um Viðskiptavin: Einkenni, Greining

 • Um Tíma: Hvað var rætt, næstu skref

Önnur Dæmi

 • Um Viðskiptavin: Afsláttur, Heimasími, Atvinna

 • Um Tíma: Greitt, Útistandandi


Kærar kveðjur,
Tímatals-teymið.

Did this answer your question?