Hæhæ, 

Til þess að bóka tíma þarftu að vera með valið á Dagatal, en ef þú sérð dagatalið þitt ertu á réttum stað. 

Þá þarftu að: 

  1. Smella á þann tíma sem þú vilt bóka á á dagatalinu. T.d. hér vil ég bóka tíma á miðvikudegi klukkan 10 hjá Kristjáni 

2. Fylla inn þær upplýsingar sem þú vilt. Nafn er nauðsynlegt. Símanúmer þarf ef þú vilt senda sms og email ef þú vilt að það sendist staðfesting um tímabókun á emaili. Ef viðskiptavinur hefur komið áður í tíma getur þú smellt á viðskiptavininn.
 

3. Velja þá þjónustu sem viðskiptavinurinn er að koma í

4. Smella á bóka tíma. 

Það er þó margt sem þú getur gert í viðbót. 

Viltu muna eitthvað sérstakt um viðskiptavininn? Skrifaðu það í Minnispunktar.
Dæmi:
"Frændi Ellu", "Með viðkvæma húð" eða "Með ofnæmi fyrir hnetum". 

Viltu muna eitthvað sérstakt um tímann sem var að eiga sér stað? Skrifaðu það í Athugasemdir.
Dæmi:
"Notaði lit 11", "Fade cut", "Var ósáttur með að bíða". 

Viltu hengja skrá á viðskiptavininn? Smelltu á bréfaklemmuna 

Ekki hika við að senda okkur spurningar ef eitthvað er óljóst! 

Bestu Kveðjur
Jón Hilmar

Did this answer your question?