Að færa rekstur úr öðru bókunarkerfi og í Tímatal mun hafa miklar og jákvæðar breytingar á þinn rekstur.

Það verkefni gæti litið út fyrir að vera umfangsmikið, en þarf þó ekki að vera það. Öllu heldur getur það verið mjög einfalt. 

Við hjá Tímatal höfum hjálpað hundurðum fyrirtækja að ganga í gegnum þessar sömu breytingar, og vitum hvað virkar.

Ekki tapa gögnum

Þú átt rétt á öllum þeim gögnum sem þú hefur vistað í kerfinu þínu. Því er eflaust hægt að ná í skrá viðskiptavina sem við getum svo komið yfir í Tímatal. Þannig tapar þú engum gögnum með því að skipta yfir. 

Leitaðu að takka sem á stendur export customers undir customers flipa inni í kerfinu þínu. Þá ætti að downloadast listi af viðskiptavinum á tölvuna þína.

Endilega sendu mér þann lista á [email protected] og við skulum færa hann yfir í Tímatal. 

Ég mæli með eftirfarandi skrefum: 

  1. Velja dagsetningu - Starfsmenn sammælast um dag þar sem ákveðið verður að Tímatalið verði tekið í notkun

  2. Færa tíma úr kerfi og í Tímatalið - Hver og einn starfsmaður færir sína tíma sem nú þegar eru í bókinni og munu eiga sér stað eftir dagsetningu sem valin var í skrefi 1. yfir á Tímatalið.Við mælum með að gera þetta í hléum eða á milli bókanna.

  3. Bóka tíma í Tímatalið - Allir tímar sem eru í kjölfarið bókaðir og eiga að eiga sér stað eftir dagsetninguna sem valin var í skrefi 1. verða bókaðir í Tímatalið. Aðrir tímar bókast enn í gamla kerfið.

Dæmi um notkun:
__

Stofan Siggi & Vinir hefur í langan tíma notað annað bókunarkerfi en ætla nú að færa reksturinn sinn yfir á Tímatalið. Starfsmenn stofunnar sammælast um að góð dagsetning til að byrja að nota Tímatal verði 1. júlí. Nú er 20. júní.Starfsmenn byrja á því að skiptast á að færa þá tíma sem bókaðir eru eftir 1. júlí yfir í Tímatalið. Þetta gera þeir ýmist heima hjá sér eða í tímagötum sem gefa sig upp á stofu. 

Starfsmennirnir halda áfram að bóka þá tíma sem eiga sér stað fyrir 1. júlí í gamla bókunarkerfið, en allir viðskiptavinir sem bóka tíma eftir 1. júlí fara í Tímatalið. 

Svo þegar 1. júlí lítur dagsins ljós eru allir bókaðir tímar komnir inn á Tímatalið og enginn er eftir í öðru kerfi!

Og voilà! Reksturinn þinn er núna kominn á Tímatalið! 

Til hamingju. 

_____
Aðrar Greinar:
Allt sem þú þarft að kunna til að byrja með Tímatal

Did this answer your question?