Vöruflokka notar þú til þess að skipuleggja vörurnar þínar og auðvelda þér söluferlið.
Vöruflokkar geta hátt heima inn í öðrum vöruflokkum og er það örlítið undir þér komið að finna bestu skipulagninguna þína. 

Vöruflokkar gætu sem dæmi verið:
Sjampó -> Vörumerki -> Vörur
Vörumerki -> Vara
Sápur -> Frá 1000 - 3000 kr -> Vörur
Eða hvað sem þér þykir þægilegast. 

Til að búa til nýjan vöruflokk þarftu að fara í Sala -> Vörulisti og smella á bláa takkan hægra meginn á síðunni sem á stendur Bæta við -> Vöruflokk. 

Þar er einungis Nafn nauðsynlegur reitur að fylla út. 

Neðst getur þú valið þær vörur sem þú getur sett í þennan vöruflokk. Hakaðu í þær vörur sem eiga við.

Annars getur þú valið:
Lit: Birtist á viðkomandi vöruflokki í söluferli
Yfirflokkur: Ef þú vilt setja þann yfirflokk sem þú ert að búa til í annan yfirflokk
Lýsing: Gerir ekkert eins og staðan er, en mun vera mikilvægt þegar vörur birtast á Noona 

Did this answer your question?