Allar sölur sem gerðar hafa verið má finna í Sala -> Reikningar. Þaðan eru allar endurgreiðslur framkvæmdar.
Eftir að þú finnur söluna sem þú vilt endurgreiða, annaðhvort með því að leita eftir nafni viðskiptavinar, leita í ákveðnu tímabili eða í ítarlegu leitinni, smellir þú á reikninginn. Þar smellir þú á endurgreiða. 

Endurgreiða allt 

Ef þú vilt endurgreiða alla söluna getur þú um leið valið þann greiðslumáta sem endurgreiðslan mun eiga sér stað með. 

Endurgreiðsla að hluta til

Til að endurgreiða að hluta til getur þú fyllt upp í reitinn til endurgreiðslu með þeirri upphæð sem þú ætlar þér að endurgreiða og svo velur þú endurgreiðslumáta

Did this answer your question?