Smelltu hér til að horfa á myndband um það hvernig öryggiskerfið virkar

Ákveðnar upplýsingar um reksturinn eru mjög viðkvæmar. Að minnka áhyggjur um öryggi þeirra er á könnu allra fyrirtækjarekenda. 

Í þessari grein förum við yfir það hvernig þú læsir þínum verðmætustu gögnum með fjögurra stafa pin númeri sem einungis þú þekkir. Þannig tryggir þú að hvorki starfsmenn, né aðrir sem hafa aðgang að Tímatalinu þínu komist í mikilvægustu gögn rekstursins.

Þær síður sem hægt er að læsa eru: 

  • Söluskýrslur. Upplýsingar um tekjur og innkomu hjá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta niður á starfsmenn, vörur og greiðsluleiðir

  • Reikningar. Allir útgefnir reikningar. Upplýsingar um hvað var selt og til hvers á hvaða tímapunkti. 

  • Yfirlit. Tölulegar upplýsingar um gengi rekstursins. 

Hvernig? 

Til þess að læsa ofangreindum síðum byrjar þú á því að fylgja eftirfarandi slóð: 

Stillingar --> Öryggi
Eða smellir hér: https://www.timatal.is/safetySettings

Þá byrtist þér eftirfarandi skjár: 

Þar smellir þú á eina takkan sem þér birtist, Veldu þér PIN til að halda áfram.
Þá birtist þér gluggi sem biður um PIN.

Athugið: Pinnið getur aðeins verið fjórar tölur

Þegar þú hefur gert það birtist eftirfarandi skjár: 

Hér hakar þú í þær síður sem þú vilt læsa með pinni. Ég hvet þig svo til að prófa að opna þær síður til að sjá hvort ekki allt hafi gengið eins og skyldi. 

Bestu Kveðjur,
Jón Hilmar

___________
Aðrar Greinar

Að gera upp daginn
Gerðu upp daginn og skoðaðu tekjur dagsins með Tímatal POS 

Vörur og Vöruflokkar
Útskýring á vörum og vöruflokkum sem hjálpar þér að gera Tímatal POS að besta afgreiðslukerfinu fyrir þig

Endurgreiðsla
Lærðu að endurgreiða sölu, að öllu leyti eða hluta til. 

Did this answer your question?