Til þess að fylgja lögum og kröfum þá getur sölu-skipulagið verið snúið með marga verktaka og marga posa. En ekki hafa áhyggjur, við leysum það á einfaldan máta með Tímatal POS. 

Ef viðskiptavinir eru að greiða fyrir þjónustur og/eða vörur í tveimur mismunandi posum, þá þurfa tveir mismunandi reikningar að standa að baki greiðslanna tveggja.
Hver reikningur þarf að vera útgefinn af réttum söluaðila, sem er stundum stofan og stundum verktakinn. 

Að stilla upplýsingar sem eiga að birtast á reikningum verktaka

Verktakinn sjálfur er sá eini sem getur stillt þessar upplýsingar. Til þess að gera það þarf hann sinn persónulega Tímatals-aðgang 

Smelltu hér til að lesa hvernig verktaki býr til sinn eigin aðgang

Ef verktakinn er með eigin aðgang á hann að logga sig þangað inn. Þaðan smellir hann á stillingar til að komast á réttan stað. 

Þegar búið er að fylla upp í allar upplýsingar má ekki gleyma að smella á Vista 

Hvernig er greiðsla skráð á réttan máta?

Ef einn eða fleiri verktakar hafa valið sérsníða reikninga inni á sínum aðgangi birtist þessi valmynd í hvert skipti sem ný sala er stofnuð:

Hér er útgefandi reikningsins valinn sem mun koma til með að sjá um þessa sölu.

** ATH: Ef valið er "afgreiða" inni í tímabókun mun Tímatal sjálfkrafa velja útgefanda reikningsins.

Tvær sölur í einu höggi

Stundum kemur það fyrir að viðskiptavinur ætlar að versla bæði við verktaka og

stofuna sjálfa, til dæmis þegar hann kaupir vöru frá stofunni en þjónustu frá verktakanum. Þá hvetjum við til notkunar á nýr reikningur virkninni.

Með þeirri virkni er hægt að græja báðar sölurnar í einu og sama söluferlinu.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan eru tveir reikningar frá mismunandi útgefendum í lok söluferlisins.

Og þú getur meira að segja sent báða reikningana í einu á viðskiptavininn.

Þetta ætti að vera allt sem þú þarft til að reka stofu sem tekur við greiðslum í gegnum fleiri en einn posa.

Þú veist hvar okkur má finna ef eitthvað er óskýrt 😊

Bestu Kveðjur
Jón Hilmar 

________
Aðrar Greinar

Lokaðu aðgangi starfsmanna að lykilgögnum
Lærðu að loka viðkvæmustu gögnum um reksturinn fyrir starfsmönnum og öðrum sem eru að nota Tímatal

Að gera upp daginn
Gerðu upp daginn og skoðaðu tekjur dagsins með Tímatal POS 

Vörur og Vöruflokkar
Útskýring á vörum og vöruflokkum sem hjálpar þér að gera Tímatal POS að besta afgreiðslukerfinu fyrir þig

Did this answer your question?