Stundum kemur það fyrir að viðskiptavinir skila vörum. Þá mælum við með Vöruskil virkninni í Tímatal POS.

Hún er þér strax aðgengileg þegar þú opnar nýja sölu

Eftir að þú smellir á vöruskil velur þú þá vöru sem er verið að skila.

Ef verið er að skila vöru á sama tíma og greitt er fyrir aðrar vörur / þjónustur er upphæð vörunnar sem verið er að skila dregin frá heildarupphæð greiðslunnar.

Ef vöruskilin standa ein og sér, eða þau eru fyrir hærri upphæð heldur en verið er að versla fyrir, velur þú máta endurgreiðslunnar og klárar svo vöruskilin.

Þá stofnast kreditreikningur (reikningur sem er í mínus) sem er þér aðgengilegur í reikningar listanum eins og aðrir reikniningar.

Endilega vertu í bandi ef eitthvað er óskýrt!

Bestu kveðjur,
Jón Hilmar

Did this answer your question?