Áður en þú getur farið að treysta á Tímatal POS, er einungis tvennt sem þú þarft að græja. Þú þarft að búa til vörur og setja verð á þjónustur

Búa til vörur

Komdu þér fyrir í vörulistanum - Sala -> Vörulisti.

Til að búa til vöru smellir þú svo á Bæta við og Nýrri vöru.

Eftir að þú hefur smellt á Nýrri vöru birtist þér ný valmynd.

Það eina sem þú þarft nauðsynlega að fylla út í er Heiti vöru, Verð og VSK.
Annað er valkvæmt.

Setja verð á þjónustur

Ólíkt vörunum, þá eru allar líkur á því að þú sért búin að búa til allar þjónusturnar þínar. Þess vegna er það eina sem þú átt eftir að setja á þær verð.

Komdu þér fyrir í Þjónustur - Skipulag -> Þjónustur

Og þar getur þú smellt á þjónustu og breytt verðinu á henni

____

Og þá ætti Tímatal POS að vera tilbúið til notkunar hjá þér.
Vel gert 👏

Bestu Kveðjur
Jón Hilmar

Did this answer your question?