Stöðu skrópkröfu sem sett hefur verið af stað í gegnum Tímatal má finna í kerfinu á nýju skrópvarnarsvæði, sem staðsett er undir flipanum Skipulag.

Á skrópvarnarsvæðinu má finna lista yfir allar skrópkröfur sem þú hefur látið stofna í gegnum Tímatal. Undir dálkinum Staða er staða kröfunnar skilgreind.

  • Í vinnslu þýðir að beðið hefur verið um að stofna kröfuna.

  • Í heimabanka merkir að krafan hefur verið stofnuð. Viðtakandi getur séð og greitt kröfuna í heimabanka sínum þegar þessari stöðu hefur verið náð.

  • Borgað þýðir að krafan hefur verið greidd.

  • Fellt niður gefur til kynna að hætt hafi verið við kröfuna, hún felld niður.

Did this answer your question?