Inkasso sér um stofnun og innheimtu þeirra krafna sem gerðar eru í gegnum skrópvörn Tímatals.

Ef krafa fæst ekki greidd á eindaga hefst innheimtuferli hjá Inkasso þar sem greiðandi fær sendar áskoranir um greiðslu kröfunnar og málinu fylgt eftir af tillitsömu en ákveðnu kerfi. Ef slíkar áskoranir bera ekki árangur er síðasta úrræðið löginnheimta en þar eru lagaleg úrræði nýtt til þess að fá kröfuna greidda.

Í innheimtukerfi Inkasso, sem þú færð aðgang að þegar þú skráir þig í skrópvörn Tímatals, hefur þú yfirsýn yfir allar þínar kröfur og innheimtu þeirra. Þar getur þú sömuleiðis stjórnað því hvernig innheimtu krafnanna er háttað.

Did this answer your question?