Já. Hægt er að hætta við, eða fella niður, kröfu sem hefur verið stofnuð í gegnum skrópvörn Tímatals. Það er gert í gegnum innheimtuviðmót Inkasso, sem þú færð þinn eigin aðgang að þegar þú skráir þig í skrópvörnina.

Þú getur skráð þig inn á þitt innheimtusvæði á vef Inkasso, undir Þín innheimta.

Þegar þú hefur skráð þig inn mun þitt svæði í innheimtuviðmóti Inkasso opnast.

Til þess að finna kröfuna sem þú vilt fella niður velurðu fyrst Kröfur, sem opnar yfirlit yfir allar kröfur sem þú hefur stofnað. Því næst finnurðu réttu kröfuna og smellir á hana.


Það er einnig mögulegt, og líklega enn þægilegra, að velja kröfuna beint úr skrópvarnarsvæði Tímatals. Þá opnarðu svæðið Skrópvörn, sem staðsett er undir Skipulag. Því næst smellirðu á númer kröfunnar sem þú vilt fella niður, gluggi opnast þar sem þú skráir þig inn á Inkasso innheimtusvæðið þitt og eftir að þú hefur skráð þig þangað inn þá opnast gluggi með upplýsingum um kröfuna sem þú valdir.


Til þess svo að fella kröfuna niður sem þú valdir smellirðu á Fella niður hnappinn, sem staðsettur er undir Aðgerðir í Inkasso viðmótinu.

Did this answer your question?