Skrópgjöld eru innheimt af Inkasso, sem stofna kröfu á greiðandann fyrir því skrópgjaldi sem þú velur.

Upphæð kröfunnar mun vera upphæð skrópgjaldsins, að viðbættum innheimtukostnaði við kröfuna. Þessi innheimtukostnaður rennur sjálfkrafa til Inkasso þegar krafan er greidd og er þeirra þóknun fyrir sína þjónustu.

Ef krafan er ekki greidd á eindaga byrja að safnast upp dráttarvextir á kröfuna. Sú upphæð dráttarvaxta sem safnast hefur upp þegar krafan er greidd rennur öll til þín, útgefanda kröfunnar.

Did this answer your question?